Leiguíbúðir

Í upphafi árs 2010 fluttu fyrstu íbúarnir inn í leiguíbúðir á vegum félagsins við Útgarð á Húsavík. Um er að ræða 8 íbúða hús á besta stað í bænum. Í dag er búið í öllum íbúðum hússins. Upphaflega átti að selja þessar íbúðir til eldri borgara en vegna efnahagsruns hefur það ekki tekist og bíður betri tíma.

Í apríl var einnig farið að leigja út íbúðir í eigu Hvamms, sem staðsettar eru í Miðhvammi á Húsavík. Ástæðan fyrir því er sú að dvalarrýmum í Hvammi hefur verið fækkað og því losnaði um þessar íbúðir. Þetta er góð viðbót við þau úrræði sem félagið hefur haft fram að þessu í þjónustu við eldri borgara.