Dagþjálfun

Húsavík:

Í Hvammi er starfandi dagþjálfun; HORNIÐ. Hornið er opið alla virka daga frá kl. 8-16. Þar eru 13 dagvistarrými, ætluð einstaklingum sem hafa sótt um og fengið samþykkta dagþjálfun. Dagþjálfun er fyrir einstakling sem þurfa á slíkri þjónustu að halda til þess að búið áfram heima.Tómstundafulltrúi heimilisins sér ásamt öðru starfsfólki m.a. um upplestur, bingó, boccia, myndasýningar, hópferðir á sýningar, bílferðir, bæjarferðir, skemmtanir innanhúss o.fl. Umsóknum um dagþjálfun skal skilað í Hvamm.

Þeir einstaklingar, sem eru í dagþjálfun geta nýtt sér þá þjónustu sem í boði er, í Hvammi.

Kópasker:

Á Kópaskeri er rekin dagvistun/dagþjálfun, STÓRAMÖRK. Þar eru 6-7 dagvistarrými. Stóramörk er opin alla virka daga frá kl. 8-16. Þar geta gestir fengið hádegismat og kaffi og eytt deginum við spjall, handavinnu, spil eða hvaðeina sem hugurinn stendur til. Í Stórumörk hefur heilsugæslan einnig aðstöðu til að sinna sínum skjólstæðingum.

Raufarhöfn:

Á Raufarhöfn er rekin dagvistun/dgþjálfun, VÍK. Þar eru 3-4 dagvistarrými. Vík er opin alla virka daga frá kl. 10-14. Þar geta gestir fengið hádegismat og eytt hluta dagsins við spjall, spil eða handavinnu. Í Vík hefur heilsugæslan einnig aðstöðu til að sinna sínum skjólstæðingum.