Framkvæmdastjórn

Jón Helgi Björnsson framkvæmdastjóri
Ásgeir Böðvarsson yfirlæknir
Áslaug Halldórsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur

 

Stjórn Dvalarheimilisins Hvamms á Húsavík og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga (HÞ) hafa gert með sér samkomulag þess efnis að stofnunin taki að sér framkvæmdastjórn Hvamms. Markmið samstarfsins er meðal annars að nýta sér sem allra best þá fjármuni sem lagðir eru í heilbrigðisþjónustu í Þingeyjarsýslum. Samstarfið lýtur að stjórnunarlegum, fjárhagslegum og faglegum þáttum starfseminnar og gildir frá 17. maí 2011.