Hjúkrunar- og dvalarrými

Í Hvammi búa 39 einstaklingar, 32 í hjúkrunarrýmum og 7 í dvalarrýmum. Auk þess eru á heimilinu 2 rými sem nýtt eru til skammtímainnlagna.

Íbúar geta gert ýmislegt sér til ánægju og yndisauka. Tómstundafulltrúi er starfandi á heimilinu og sér hann, ásamt öðru starfsfólki heimilisins m.a. um upplestur, bingó, boccia, myndasýningar, hópferðir á sýningar, bílferðir, bæjarferðir, skemmtanir innanhúss o.fl., o.fl.

Handavinnusalur er í Hvammi þar er í boði nánast hvað sem er, og þar hefur margt handverkið orðið til í gegnum tíðina.

 

Þeir sem hyggja á flutning í Hvamm þurfa að sækja um færni- og heilsumat til Færni- og heilsumatsnefndar.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Embætti landlæknis og hægt er að nálgast eyðublaðiðhér.

Færni- og heilsumat er faglegt einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega hjúkrun og búsetur á hjúkrunarheimili.

Ekki er hægt að senda umsóknina rafrænt, heldur verður að prenta hana út og koma til viðkomandi Færni- og heilsumatsnefnda.

Færni- og heilsmatsnefnd á Norðurlandi er á Heilsugæslunni á Akureyri, Hafnarstræti 99.

 

Þegar fólk flyst í Hvamm fellur niður ellilífeyrir og tekjutrygging til viðkomandi, og Tryggingastofnun ríkisins (TR) greiðir svokallað vistunarframlag sem er í formi áðurnefndra daggjalda. Einstaklingar geta átt rétt á vasapeningum frá TR en þeir eru tekjutengdir.

Tryggingastofnun reiknar út kostnaðarþátttöku íbúa en Hvammur sér um innheimtu. Tryggingastofnun sér um að veita nánari upplýsingar.

Heimilið starfar eftir lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999.

Smellið hér: LÖG UM MÁLEFNI ALDRAÐRA