Hvammur heimili aldraðra
Vallholtsvegi 15, 640 Húsavík
Sími 464 0700, Fax 464 0701
hvammur@hvammurhus.is
kt. 700481-0189

Velkomin á heimasíðu Dvalarheimilis aldraðra í Þingeyjarsýslum.

 

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Hvammur var opnað á Húsavík þann 1. maí 1981. Hvammur er dvalar- og hjúkrunarheimili, staðsett á Húsavík. Hvammur stefnir ávallt að því að vera í fremstu röð dvalar- og hjúkrunarheimila á Íslandi. Markmiðið er að veita íbúum ávallt bestu mögulega þjónustu á hverjum tíma. Einnig að vera aðlaðandi starfsvettvangur þar sem hæft starfsfólk er í hverju starfi.

 

Gildi Hvamms eru:

JAFNRÆÐI – VIRÐING- UMHYGGJA – SAMVINNA

 

 

 

26. nóvember 2015 19:57

Laufabrauðsgerð í Hvammi í dag

Í fyrradag var byrjað að skreyta Hvamm fyrir jólin, við sem höfum sjón höfum mikið að þakka fyrir því gaman er að fylgjast með hvernig myrkrið víkur fyrir fallegum jólaljósum. ÍÍ gær var jólatréð úti í garði skreytt fallegum jólaljósum og í dag var indisleg samvera í Hvammi, konfekt í skálum og ljúf tónlist þegar laufabrauðskökur með margvíslegum listaverkum litu dagsins ljós. Falleg samvinna íbúa, starfsfólks og fyrrum starfsfólk gerði daginn að góðri perlu sem sett verður í minningarsjóðinn.