Hvammur heimili aldraðra
Vallholtsvegi 15, 640 Húsavík
Sími 464 0700, Fax 464 0701
hvammur@hvammurhus.is
kt. 700481-0189

Velkomin á heimasíðu Dvalarheimilis aldraðra í Þingeyjarsýslum.

 

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Hvammur var opnað á Húsavík þann 1. maí 1981. Hvammur er dvalar- og hjúkrunarheimili, staðsett á Húsavík. Hvammur stefnir ávallt að því að vera í fremstu röð dvalar- og hjúkrunarheimila á Íslandi. Markmiðið er að veita íbúum ávallt bestu mögulega þjónustu á hverjum tíma. Einnig að vera aðlaðandi starfsvettvangur þar sem hæft starfsfólk er í hverju starfi.

 

Gildi Hvamms eru:

JAFNRÆÐI – VIRÐING- UMHYGGJA – SAMVINNA

 

 

 

6. maí 2015 08:36

Sumarstarf í Stórumörk, Kópaskeri

Starfsmaður óskast í afleysingar í Stórumörk 6. júlí – 14. ágúst ´15

Um 60% starf við félagsstarf aldraðra er að ræða.  Launaröðun er skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Framsýnar, stéttarfélags.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir

Áslaug Halldórsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur í síma 860-7736.