Hvammur heimili aldraðra
Vallholtsvegi 15, 640 Húsavík
Sími 464 0700, Fax 464 0701
hvammur@hvammurhus.is
kt. 700481-0189

Velkomin á heimasíðu Dvalarheimilis aldraðra í Þingeyjarsýslum.

 

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Hvammur var opnað á Húsavík þann 1. maí 1981. Hvammur er dvalar- og hjúkrunarheimili, staðsett á Húsavík. Hvammur stefnir ávallt að því að vera í fremstu röð dvalar- og hjúkrunarheimila á Íslandi. Markmiðið er að veita íbúum ávallt bestu mögulega þjónustu á hverjum tíma. Einnig að vera aðlaðandi starfsvettvangur þar sem hæft starfsfólk er í hverju starfi.

 

Gildi Hvamms eru:

JAFNRÆÐI – VIRÐING- UMHYGGJA – SAMVINNA

 

 

 

27. febrúar 2014 09:37

Geðorð vikunnar - Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig

Þegar þú sýnir skilning þá tekur þú meðvitaða ákvörðun um að bregðast við orðum eða framkomu annarrar manneskju á jákvæðan hátt. Samskiptahæfni sem einkennist af jákvæðni er hvetjandi fyrir aðra í kringum þig og getur stuðlað að breytingu á framkomu og líðan hjá þeim sem þú umgengst. Þegar þú sýnir skilning þá ertu gagnrýninn í hugsun, skapandi og hefur sterka siðferðiskennd. Þú eykur heildarhamingju með því að æfa þig í að skilja og hvetja aðra í kringum þig.

 

Samráðshópur um áfallahjálp