Hvammur heimili aldraðra
Vallholtsvegi 15, 640 Húsavík
Sími 464 0700, Fax 464 0701
hvammur@hvammurhus.is
kt. 700481-0189

Rýmingaráætlun fyrir húsnæði Mið-Hvamms Vallholtsvegi 15 Húsavík

 

 

Viðbrögð við eldsvoða:

 

Bjargið úr bráðri hættu

Farið varlega í að opna hurðir – þreifið fyrst, ef hún er heit – ekki opna! Ef hún er ekki heit – opnið varlega.

 

 

Hringja strax í 112 – slökkviliðið

Aðvörunarkerfi lætur vita hvar eldurinn er. Aðvörunarkerfi er tengt við sjálfvirkar hurðalokanir á hurðum. Lokast þegar aðvörunarkerfið fer í gang.

 

Varið aðra við sem gætu verið í hættu

 

Slökkvið eldinn ef mögulegt er

Vatnsslöngur eru á öllum hæðum.

Slökkvitæki eru á göngum á hverri hæð.

 

Lokið hurðum til að hindra reykútbreiðslu.

Ekki opna glugga, súrefnið nærir eldinn.

 

 

Aldrei nota lyftu í eldsvoða!

 

 

 

Brunasamstæður

 

Litið er á hverja hæð í Mið-Hvammi sem sér brunasamstæðu aðskilin frá Hvammi.  Byggingunni er skipt upp í fjölda brunahólfa.  Hver íbúð er sérstakt brunahólf.

 

  • Kjallari: Kjallara er skipt upp í 4 brunahólf. Það er gangur (sem jafnframt er brunastúka fyrir lyftuna), geymslur vistfólks með lagnagangi, geymsla og rými fyrir vélbúnað lyftunnar auk þvottahúss.

 

  • 1. hæð: Þrjár íbúðir (tvær eins manns og ein tveggja manna), Fundarherbergi, samkomusalur, aðalandyri, skrifstofa, geymslur.

 

  • 2. hæð: Sex íbúðir (tvær tveggja manna, fjórar eins manns), setustofa yfir samkomusal, þrjár geymslur

 

  • 3. hæð: Sjö íbúðir (þrjár tveggja manna, fjórar eins manns), geymslur

 

 

Handslökkvibúnaður

 

Brunaslöngur eru víða í byggingunni ásamt handslökkvitækjum eða á hverri hæð.

 

Brunaviðvörunarkerfi

 

Brunaviðvörunarkerfi er með rásaskiptri stjórnstöð sem er staðsett á gangi við afgreiðslu sjúkraþjálfunar í miðrými á 1. hæð.  Þar eru einnig grunnmyndir af húsinu sem m.a. sýna rásaskiptinguna.  Brunabjöllur eru á göngum.

 

Brunaboð

 

Við brunaboð skulu:

 

  • Brunahljóðmerki (bjöllur) heyrist í öllu húsinu

 

  • Hurðir á hurðaseglum ("Free Swing" hurðir) lokast við boð frá skynjara á viðkomandi svæði

 

Rýming

 

Alls eru 16 íbúðir í húsinu, gera má ráð fyrir að íbúar séu alls 23 - 25 talsins.

 

Hægt er að gera ráð fyrir að á virkum dögum geti verið allt að 16 manns samtímis á 1. hæð.  Tvær útgönguleiðir eru á þessum hluta hússins.

 

Samkomusalur er um 120 m auk 11 m2 bars/eldhús auk geymslu.  Þrjár hurðir eru út úr salnum.  Mikið gler er í salnum.

 

Flóttaleiðir úr íbúðahlutanum

 

Flóttaleiðir úr Miðhvammi er eftir göngum hennar á hverri hæð að tengibyggingu og þaðan inn í Hvamm annars vegar og beint út úr innsta hluta ganganna hins vegar.  Á þriðju hæð er flóttaleið um forstofu (út í Skálabrekku) og á fyrstu og annari hæð beint út úr gangi í norður.

 

Úr fremsta hluta fyrstu hæðar beint út (vestur) um tvennar dyr eða inn í miðrými og þaðan inn í Hvamm um tengigang, eða til suðurs um gang að aðaldyrum.

 

Allar íbúðir á fyrstu, annarri og þriðju hæð hafa svaladyr eða stór björgunarop.

 

Það er aðeins ein flóttaleið úr kjallara, en það er inn í Hvamm.

 

 

 

Ath! Fylgið alltaf neyðarútlýsingu sem sýnir alltaf stystu leið út.