Hvammur heimili aldraðra
Vallholtsvegi 15, 640 Húsavík
Sími 464 0700, Fax 464 0701
hvammur@hvammurhus.is
kt. 700481-0189

Rýmingaráætlun fyrir húsnæði Hvamms Vallholtsvegi 15 Húsavík

 

 

Viðbrögð við eldsvoða:

 

Bjargið úr bráðri hættu

Farið varlega í að opna hurðir – þreifið fyrst, ef hún er heit – ekki opna! Ef hún er ekki heit – opnið varlega.

 

 

Hringja strax í 112 – slökkviliðið

Aðvörunarkerfi lætur vita hvar eldurinn er. Aðvörunarkerfi er tengt við sjálfvirkar hurðalokanir á hurðum. Lokast þegar aðvörunarkerfið fer í gang.

 

Varið aðra við sem gætu verið í hættu

 

Slökkvið eldinn ef mögulegt er

Þrjár vatnsslöngur eru á 1. hæð, 2. hæð og í kjallara.  Tvær vatnsslöngur eru á 3. hæð.

Slökkvitæki eru staðsett við brunaslöngur á öllum hæðum.

 

Lokið hurðum til að hindra reykútbreiðslu.

Ekki opna glugga, súrefnið nærir eldinn.

 

Rýming

 

Flutningur íbúa og starfsfólks í ákveðið brunahólf eða innri mótsstað, fer eftir upptökum eldsins.  Ef rafmagnið fer af eru vasaljós staðsett á vakt 2. hæðar og á öllum hæðum við brunaslöngur.

 

Aldrei nota lyftu í eldsvoða!

 

 

 

Nánar um rýmingaráætlun Hvamms

 

Húsnæði Hvamms saman stendur af þremur brunahólfum:

 

 • Vestur álma (A):

  • Kjallari: Handavinnuaðstaða og hvíld.  

  • 1. hæð: 6 íbúðir auk hvíldarinnlagnarherbergis. 

  • 2. hæð: Lager, skrifstofa og 6 íbúðir

 

 • Aðalbygging (B): 

  • Kjallari: Bókasafn, lesstofa, smíðaherbergi, tengiherbergi vatnsveitu, búningsaðstaða starfsfólks og geymslur.  Lyfta er í miðri byggingunni.  

 

  • 1. hæð: Þrjár íbúðir, tvær skrifstofur, tækjaherbergi við skrifstofu, aðalinngangur, þvottahús, hárgreiðslu- og fótaaðgerðastofur auk geymslu. 

 

  • 2. hæð: Tvær íbúðir, eitt hvíldarinnlagnarherbergi, setustofa, borðsalur, eldhús, vaktherbergi, baðherbergi auk lyftu. 

 

  • 3. hæð: Níu íbúðir, linherbergi, skol, reykherbergi og baðherbergi.

 

 • Austur álma (C): 

 

  • Kjallari: Frystigeymsla, þrjár geymslur, herbergi með heitum potti og sturtur.

 

  • 1. hæð: Sjúkraþjálfun sem samanstendur af átta rýmum.

 

  • 2. hæð: Sex íbúðir, hvíldarinnlagnarherbergi, skol og linherbergi

 

  • 3. hæð: Sex íbúðir, hvíldarinnlagnarherbergi, skol og geymsla.

 

Aðalbygging Hvamms er tengd við sjúkrahúsbygginguna á 2. hæð.  Austur álma Hvamms er samtengd Miðhvammi.

 

  

Starfsfólk og sjúklingar:

 

Hægt er að reikna með að 60 - 80 einstaklingar, bæði starfsfólk, íbúar og gestir séu að degi til í húsnæði Hvamms, en mun færri á kvöldin, um helgar og næturnar eða um 45 einstaklingar.

 

Mikilvægt er að allir starfsmenn þekki hvernig bregðast á við ef eldur brýst út.  Starfsmenn þurfa líka að kynna sér rýmingaráætlunina og þann eldvarnarbúnað sem fyrir hendi er á stofnuninni, s.s. brunaslöngur og slökkvitæki.  Kynningarfundir verða haldnir a.m.k. einu sinni á ári til að fara yfir þessi mál og verða allir starfsmenn að mæta.

 

Öryggisútbúnaður:

 

Í Hvammi er aðvörunarkerfi staðsett á 1. hæð við aðalinngang.  Ef brunaboði fer í gang sést það á skjá í aðvörunarkerfi hvaðan aðvörunin kemur (númer skynjara).  Er það á ábyrgð starfsmanna að fylgjast með þessari töflu, skrá þær aðvaranir sem koma upp á skjáinn, athuga hvort um raunverulegan eld er að ræða og hafa samband við Neyðarlínuna - 112 ef svo er.

 

Aðvörunarkerfið er tengt við sjálfvirkar hurðalokanir á járnhurðum sem búa til svokallaðar brunasamstæður og á sérstökum eldvarnarhurðum sem búa til svokölluð brunahólf.  Þessar hurðir lokast ef aðvörun kemur á brunakerfið.  Aðrar hurðir á Hvammi eru lika eldvarnarhurðir sem búa til brunahólf ef þær eru lokaðar.  Eldvarnarhurðir tefja eld í u.þ.b. 30 mínútur.

 

Sjálfvirkar hurðalokanir:

 

 • Kjallari: Járnhurð við búningsherbergi starfsfólks og skiptir álmunum Aðalbyggingu (B) og Austur álmu (C). Járnhurð í stigahúsi Aðalbyggingar (B).

 • 1. hæð: Stálhurð við Vestur-álmu (A) Aðalbyggingu (B).  Hurð við Aðalbyggingu (B)Austur-álmu (C). Hurð við Austur-álmu (C) að Miðhvammi.

 • 2. hæð: Hurð við Vestur-álmu (A) Aðalbyggingu (B).  Hurð við Aðalbyggingu (B)Austur-álmu (C). Hurð frá Aðalbyggingu (B) að tengigangi HÞ.

 • 3. hæð: Hurð við Aðalbyggingu (B) að Austur-álmu (C). Hurð við Austur-álmu (C) að Miðhvammi.

 

Vatnsslöngur og slökkvitæki:

 

Vatnsslöngur eru staðsettar í öllum brunahólfum á öllum hæðum auk kjallara.

 

Slökkvitæki eru staðsett víða um bygginguna í öllum brunahólfum s.s. við brunaslöngur á öllum hæðum auk kjallara.

 

Neyðarlýsing er fyrir hendi og vasaljós er á hverri hæð við brunaslöngu.  Einnig er vasaljós í vaktherbergi.

 

 

Ef eldur brýst út:

 

Hvað gerist þegar eldur brýst út?

Við eldsútbrot myndast fljótt mikill reykur sem fyrst leitar upp í loft. Reykur hylur næstum samstundis ljósin og það verður bæði dimmt og mikill reykur. Þessar aðstæður krefjast rýmingar samstundis.

Reykurinn hefur í för með sér að útsýni verður fljótt nær ekkert og því er það mikilvægt að fólk þekki útgönguleiðir og hvernig á að bera sig að.

 

Eitraðar lofttegundir við eldsútbrot sem eru hættulegar fyrir fólk eru fyrst og fremst kolmónoxið (CO) og blásýra (HCN). Efni sem gefa það síðarnefnda eru t.d. polyuretan sem er oft notað sem uppstoppunarefni í húsgögnum og gluggafúgu.

 

Eldsprenging er annað fyrirbæri sem getur orðið. Þetta þýðir að loftið í herberginu hitnar svo mikið að það getur orðið eldsprenging.

 

 

Það er algjörlega bannað að nota lyftu í eldsvoða!!!

 

Ef lyfta er notuð í eldsvoða á Hvammi og rafmagnið fer, situr það fólk sem í henni er í dauðagildru. Þegar lyfta stöðvast undir eðlilegum kringumstæðum, t.d. vegna rafmagnsleysis, færir öryggisvörður lyftuna upp eða niður á næstu hæð handvirkt. Það má reikna með því að þetta taki 15 mínútur. Þá er líka auðvelt að reikna út hvað gerist á þessum 15 mínútum ef um eldsvoða er að ræða með miklum reyk sem þrengir sér inn í lyftuhúsið.

 

 

Viðbrögð við eldsvoða:

 •  Bjargið úr bráðri hættu. Bjargið strax fólki sem er í hættu af eldinum eða reyknum.

 

 •  Ef brunakerfið fer í gang eða önnur merki eru um eldsvoða skal fara mjög varlega í að opna hurðir til að athuga hvað sé á seyði, þreifið fyrst á hurðinni, ekki opna ef hurðin er heit, ef hún er ekki heit, opnið mjög varlega og athugið aðstæður.

 

 • Látið slökkviliðið vita – hringið í 112 sem allra fyrst

 

 • Varið aðra við sem gætu verið í hættu af eldinum. Sumir íbúar geta komið sér sjálfir af hættusvæðinu. Leiðbeina þarf hvert viðkomandi á að fara.

 

 • Slökkvið eldinn ef mögulegt er. Verði eldurinn slökktur fljótt er unnt að bjarga mannslífum og verðmætum. Mikilvægast er að slökkva eldinn strax í upphafi, þar sem útbreiðslan og útbreiðsluhraðinn eykst með ótrúlegum hraða. (Eyðilegging á 30 sekúndum getur verið mismunandi mikil, eftir því hve hægt er að hindra útbreiðsluna vel).

 

 • Lokið hurðum til að hindra reykútbreiðslu. Á hverri hæð Hvamms er fjöldi herbergja og er hvert herbergi svokallað brunahólf. Hurðir og aðrar hindranir eiga að þola eld í ákveðinn tíma. Því getur verið öruggara í sumum tilfellum að fólk sé kyrrt í brunahólfinu og bíði þar til hættan er liðin hjá eða þeim verði bjargað utan frá.

 

 • Eldurinn nærist á súrefni, því er mikilvægt að opna alls ekki hurðir og glugga nema nauðsyn krefji. Varast skal að það myndist dragsúgur því þannig breiðist eldurinn hratt út.

 

 

Í eldsvoða er alltaf hætta á að eftirfarandi gerist:

 

-          Eldsprenging verður.

-          Útsýnið verður of lítið.

-          Of hátt hlutfall eitraðra lofttegunda.

-          Útgönguleiðir hafa lokast af eldi eða reyk.

 

Því er mikilvægt að rýming svæðisins gangi vel fyrir sig.

 

Rýming:

 

 • 3. hæð: Rýming t.d. út um Miðhvamm, niður stigahúsin úr einu brunahólfi í annað.

 • 2. hæð: Rýming um Miðhvamm, tengigang til HÞ, niður stigahúsin eða úr einu brunahólfi í annað.

 • 1. hæð: Margar leiðir beint út um næstu dyr (útneyðarlýsing sýnir alltaf stystu leið út).

 • Kjallari: Rýming um stigahús og um neyðarútgang í handavinnurými.  Í neyðartilfellum skal ekki beina fólki niður í kjallara þar sem rýming er erfið vegna fárra útgönguleiða.

 

 

Mótsstaðir:

 

Þegar rýming verður skapast oft ringulreið og þar með erfiðleikar að vita hvort allir einstaklingar á ákveðinni hæð séu komnir út úr byggingunni. Þess vegna eru ákveðnir mótstaðir fyrir starfsfólkið sem starfar í byggingunni. Það er erfiðara að ákveða ákveðinn mótstað fyrir íbúa. Þeir fá næstum samstundis hjálp við útganginn frá sjúkrabílstjórum, slökkviliði og fleirum. Það er mikilvægt að vita ef einhver af starfsfólkinu fylgir sjúklingi á annan stað. Það getur sparað mikla vinnu við leit og því um líkt.

 

Innri og ytri mótsstaðir:

 

1. Innri mótsstaður: Allir safnast saman í stigahús öðru hvoru megin, fer eftir upptökum eldsins. Er ákveðið hverju sinni. Síðan er beðið eftir ákvörðun slökkviliðs hvað gera skuli, hvort skuli halda áfram á ytri mótsstað, utan byggingar.

 

2. Ytri mótsstaður : Hægt er að fara beint út á ytri mótstaðinn, án viðkomu á innri mótsstað eða í áföngum frá innri mótsstað. Ytri mótsstaðir eru á bílaplani Hvamms og Miðhvamms, þar sem auðvelt er að hafa yfirsýn yfir samstarfsfólk og sjúklinga.  

 

Til umhugsunar!

 

Skiljið ekki eftir vagna eða aðra hluti á göngunum sem gætu hindrað útgöngu

 

Notið aldrei lyftu ef eldur kemur upp

 

Flestir sjúklingar geta fært sig sjálfir

Rúmliggjandi sjúklinga er hægt að flytja með því að lyfta rúmdýnunni niður á gólfið með sjúklingum á og draga dýnuna niður útgöngustigann. Það er mjög erfitt og maður verður að reikna með tveimur hjálparmönnum á hvern sjúkling.

 

 Opnið ekki hurðir sem geta veitt eldi súrefni

 Lokið hurðum og gluggum.

 

Kynntu þér hvar slökkvitækin eru og skoðaðu útgönguleiðir svo þú vitir hvað þú átt að gera í raunverulegum eldsvoða

 

Kynntu þér hvar mótstaður þinnar deildar er

 

Fræddu nýtt starfsfólk um framanskráð


 ATH!  Fylgið neyðarútlýsingum sem sýna alltaf stystu leið út