Hvammur heimili aldraðra
Vallholtsvegi 15, 640 Húsavík
Sími 464 0700, Fax 464 0701
hvammur@hvammurhus.is
kt. 700481-0189
29. nóvember 2015 16:01

Aðventustund

Í dag fyrsta sunnudag í aðventu fór fram í Hvammi aðventustund þar sem heimilisfólk tók á móti sínum ástvinum í spjall og kaffisopa. Níu ára tvíburabræður Guðmundur og Magnús Kjerúlf léku tónlist á harmoníku og þverflautu, þeir spiluðu af innlifun og augljóst að á ferðinni er góður efniviður. Sr. Sighvatur flutti hugvekju og ljóð og Hafliði las jólasögu. Heimilisfólkið ásamt gestum söng svo saman nokkur lög. Í undirbúningsnefnd fyrir aðventustundina voru Sigrún Brynjarsdóttir, Lilja Sigurðardóttir og Sigríður Aðalgeirsdóttir.