Hvammur heimili aldraðra
Vallholtsvegi 15, 640 Húsavík
Sími 464 0700, Fax 464 0701
hvammur@hvammurhus.is
kt. 700481-0189
26. nóvember 2015 20:13

Gætum að viðhorfum okkar

Í gær flutti Guðrún Pálmadóttir réttindagæslumaður fólks með fötlun umhugsunarvert erindi um viðhorf gagnvart fötluðum og kynnti lög um málefni fatlaðra. Kjarninn í fyrirlestri hennar var að lög um málefni fatlaðra ná yfir aldraða sem eru veikir og dvelja á hjúkrunarheimilum. Starfsfólki ber skylda til að gæta að viðhorfum sínum og framkomu. Það er nefnilega til staðar valdaójafnvægi þar sem koma saman starfsmaður og berskjaldaður veikur eða fatlaður einstaklingur. Við þær aðstæður er hætta á misbeitingu valds. Lög um málefni fatlaðra og lög um réttindi sjúklinga kveða á um að starfsfólk sem verður vitni að misbeitingu valds á að standa vörð um þann sem er veikur eða með fötlun og ber að tilkynna ef hann verður vitni að andlegri eða líkamlegri misbeitingu valds inni á hjúkrunarheimilum.