Hvammur heimili aldraðra
Vallholtsvegi 15, 640 Húsavík
Sími 464 0700, Fax 464 0701
hvammur@hvammurhus.is
kt. 700481-0189
23. janúar 2015 15:23

Ferskeytlur frá Laxamýri - áramótakveðja til starfskvenna Hvamms

Starfskonum á dvalarheimilinu Hvammi barst um nokkuð óvanaleg en jafnframt falleg áramótakveðja frá íbúa á Hvammi.  Kveðjan var í formi ferskeytlna sem ortar voru til þeirra:

 

Þið sem þjónið landi og lýð

líknarhöndum búnar,

og svo þreyjið alla tíð

án þess að verða lúnar.

 

Er lít ég ykkar blíðu brár

og bros á vöngum fríðum,

veit ég að við sorg og sár

þið sættið menn oft á tíðum.

 

Allt ég þakka ykkur má

og alltaf vex mér styrkur,

við að horfa ykkur á

eyða og hrekja myrkur.

 

Ljósið lýsi upp lífsins myrkur

langt um byggðir manna,

Guð svo megi gefa ykur

gleði lífsins sanna.

 

Þó mín sé orðin leiðin löng

og lífsins þrengist vökin,

skal ég áfram syngja söng

um systra og kærleikstökin.

 

með kærri kveðju,

Vigfús á Laxamýri