Hvammur heimili aldraðra
Vallholtsvegi 15, 640 Húsavík
Sími 464 0700, Fax 464 0701
hvammur@hvammurhus.is
kt. 700481-0189
17. mars 2014 09:06

Gjafasjóðurinn endurvakinn

Í febrúar s.l. var endurvakinn  Gjafasjóður dvalarheimilis aldraðra sf í Þingeyjarsýslum, sem stofnaður var 1998. Sjóðurinn gegnir svipuðu hlutverki og Styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, það er að afla fjár og vera farvegur fyrir gjafir og styrki af ýmsum toga og aðstoða þannig við að fjármagna og kaupa ýmis tæki og búnað sem þörf er fyrir á Hvammi og öðrum heimilum á vegum DA.

 

Að sögn formanns stjórnar Gjafasjóðsins, Friðriku Baldvinsdóttur, er helsta tekjulindin í upphafi sala á minningakortum, en einnig fara gjafir og styrkir frá velunnurum í gegnum sjóðinn. „Við munu auðvitað leita til félagasamtaka, fyrirtækja og velviljaðra einstaklinga þegar þörf krefur til að styrkja ákveðin verkefni. Allir geta t.d orðið styrktarfélagar ef þeir vilja. Um þessar mundir erum við að safna fé til kaupa á sérútbúnu baðkari á Hvamm.“ 

 

Auk Friðriku formanns, eiga sæti í stjórn þau Sigrún Ingvarsdóttir gjaldkeri, Emilía Harðardóttir ritari, Kristján Þ. Halldórsson Kópaskeri og Sólveig Pétursdóttir í Mývatnssveit. Þeir sem vilja leggja Gjafasjóðnum lið, geta snúið sér til þeirra.

 

Minningakortin eru til sölu í öllum í Hvammi og útibúum Sparisjóðs Suður-Þingeyinga, í útibúum sparisjóðs Norðurlands á Kópaskeri og Raufarhöfn og hjá Bókaverslun Þórarins, Blómabrekkunni og Töff fötum á Húsavík.  

Ánægjulegt framtak
- 12.4.2014 11:21:57 Virkilega ánægjuleg frétt og gott að finna stuðning frá samfélaginu við Hvamm.
Sigríður Jónsdóttir