Hvammur heimili aldraðra
Vallholtsvegi 15, 640 Húsavík
Sími 464 0700, Fax 464 0701
hvammur@hvammurhus.is
kt. 700481-0189
27. febrúar 2014 09:37

Geðorð vikunnar

Öll höfum við einhverja hæfileika. Hæfileika sem geta nýst okkur í vinnu, skóla, við tómstundir og í samskiptum við annað fólk. Mikilvægt er fyrir hvern einstakling að finna hvar hæfileikar hans liggja, rækta þá og leyfa þeim að njóta sín. Það að vita af hæfileikum sínum og að geta nýtt þá skapar ákveðið stolt innra með okkur og leiðir til aukinnar vellíðunar. Við skorum á þig að finna þína hæfileika og rækta þá, það eykur líkur á velgengni í lífinu og leiðir til bættrar sjálfsmyndar. Við skiptum ÖLL máli!

 

Samráðshópur um áfallahjálp