Hvammur heimili aldraðra
Vallholtsvegi 15, 640 Húsavík
Sími 464 0700, Fax 464 0701
hvammur@hvammurhus.is
kt. 700481-0189
14. júní 2016 01:37

Forsetaframbjóðandi á ferð

 

Í morgun kom Guðni Th. Jóhannesson ásamt eiginkonu og fleirum í heimsókn til heimilisfólks og starfsfólks Hvamms. Hann heilsaði öllum og átti spjall m.a. við fyrrum samstarfsmann sinn Aðalgeir Kristjánsson og frænku sína hana Þórhildi Vilhjálmsdóttur.

meira...
14. júní 2016 01:18

Gjafir til Hvamms

 Í dag kom Ásdís Sigurðardóttir sem ættuð er frá Húsavík með gjafir í Hvamm en Ásdís er dóttir hjónannna Sólveigar Jónasdóttir Hagan og Sigurðar Haraldssonar. Ásdís gaf Hvammi safn tónlistardiska, bíómyndir og hlífðarbúnað sem ætlaður er í hjólastóla til að skýla fólki fyrir vatni og vindi.

meira...
11. júní 2016 07:49

Forsetakosningar, utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Hvammi 16. júní

 

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga, sem fram eiga að fara þann 25. júní 2016, fer fram í Hvammi- heimili aldraðra - Húsavík, fimmtudaginn 16. júní 2016 kl. 10:30  til 12:00

6. júní 2016

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra

meira...
3. desember 2015 10:46

Íbúar með basar í Hvammi í dag

 Í dag 3. desember klukkan 14-16 halda íbúar með aðstoð starfsfólks í félagsstarfi handverksbasar í aðstöðu félagsstarfsins sem heitir Hornið og er staðsett í kjallara Hvamms. Einnig verða til sölu blóm á vegum Sólskinsklúbbastarfsins okkar.

meira...
29. nóvember 2015 04:14

Sjöfn Jóhannesdóttir gefur Hvammi vilyrði fyrir súrefnisvél eftir sinn dag

Eftir velheppnaða aðventustund kom Sjöfn Jóhannesdóttir ásamt sonum sínum og tengdadóttur og afhenti gjafabréf til Hvamms. Um er að ræða vilyrði Sjafnar um að súrefnisvél sem hún sjálf fjárfesti í megi eftir hennar dag nýtast áfram í Hvammi. Að hennar sögn hefur notkun súrefnisvélarinnar bætt lífsgæði hennar til muna. Minningar-og gjafasjóði Hvamms veður afhent gjafabréfið til varðveislu.

meira...
29. nóvember 2015 04:01

Aðventustund

Í dag fyrsta sunnudag í aðventu fór fram í Hvammi aðventustund þar sem heimilisfólk tók á móti sínum ástvinum í spjall og kaffisopa. Níu ára tvíburabræður Guðmundur og Magnús Kjerúlf léku tónlist á harmoníku og þverflautu, þeir spiluðu af innlifun og augljóst að á ferðinni er góður efniviður. Sr. Sighvatur flutti hugvekju og ljóð og Hafliði las jólasögu. Heimilisfólkið ásamt gestum söng svo saman nokkur lög. Í undirbúningsnefnd fyrir aðventustundina voru Sigrún Brynjarsdóttir, Lilja Sigurðardóttir og Sigríður Aðalgeirsdóttir.

 

 

meira...
26. nóvember 2015 08:13

Gætum að viðhorfum okkar

Í gær flutti Guðrún Pálmadóttir réttindagæslumaður fólks með fötlun umhugsunarvert erindi um viðhorf gagnvart fötluðum og kynnti lög um málefni fatlaðra. Kjarninn í fyrirlestri hennar var að lög um málefni fatlaðra ná yfir aldraða sem eru veikir og dvelja á hjúkrunarheimilum. Starfsfólki ber skylda til að gæta að viðhorfum sínum og framkomu. Það er nefnilega til staðar valdaójafnvægi þar sem koma saman starfsmaður og berskjaldaður veikur eða fatlaður einstaklingur. Við þær aðstæður er hætta á misbeitingu valds. Lög um málefni fatlaðra og lög um réttindi sjúklinga kveða á um að starfsfólk sem verður vitni að misbeitingu valds á að standa vörð um þann sem er veikur eða með fötlun og ber að tilkynna ef hann verður vitni að andlegri eða líkamlegri misbeitingu valds inni á hjúkrunarheimilum.

meira...
26. nóvember 2015 08:08

Aðventustund í Hvammi

 Sunnudaginn 29. nóvember klukkan 14 verður árleg aðventustund í Hvammi. Íbúar og aðstandendur eiga gjarnan góða samverustund á fyrsta sunnudegi í aðventu ár hvert.

meira...